Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 14:26
Elvar Geir Magnússon
Castellanos til West Ham (Staðfest)
Taty Castellanos.
Taty Castellanos.
Mynd: West Ham
West Ham hefur opinberlega kynnt sóknarmanninn Valentin 'Taty' Castellanos sem nýjan leikmann liðsins. Hann kemur frá Lazio og gerði fjögurra og hálfs árs samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Þessi 27 ára leikmaður gekk í raðir Lazio 2023 og lék 98 leiki, skoraði 22 mörk og átti 16 stoðsendingar.

Castellanos hefur leikið tvo landsleiki fyrir Argentínu en hann er fyrrum leikmaður New York City og Girona. Nuno Espirito Santo lagði áherslu á að fá hann.

„Hver leikur er bardagi ég er mættur til að taka þátt, hver einasti leikur er mikilvægur," segir Castellanos.

Castellanos er annar leikmaðurinn sem West Ham fær í janúar á eftir brasilíska sóknarmanninum Pablo Felipe frá Gil Vicente í Portúgal.

West Ham er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu. Liðið mætir Nottingham Forest, sem er í 17. sæti, á þriðjudaginn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner