Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. febrúar 2020 10:19
Magnús Már Einarsson
Þjálfarar Örebro hrifust af Bjarka Steini
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður ÍA, hreif þjálfara sænska félagsins Örebro þegar hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum. Ekkert formlegt tilboð er þó komið í Bjarka ennþá.

„Eina sem við vitum er að hann stóð sig mjög vel þarna og þeir voru mjög hrifnir af honum. Síðan mun tíminn leiða í ljós hvað gerist," sagði Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Hinn 19 ára gamli Bjarki hefur vakið athygli hjá fleiri erlendum félögum en hann æfði með Norrköping í Svíþjóð og Start í Noregi fyrir áramót.

Bjarki Steinn er kantmaður en hann skoraði þrjú mörk í tuttugu leikjum með ÍA í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar.

Bjarki kom til ÍA frá Aftureldingu fyrir rúmum tveimur árum síðan en hann á einn leik að baki með U21 landsliðinu og þrjá með U19.
Athugasemdir
banner
banner