Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 05. febrúar 2021 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Finnst við hafa þroskast
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður en sáttur með 5-1 sigur liðsins á ÍA í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu fyrir Blika á meðan Gísli Eyjólfsson skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum.

„Ég var þokkalega sáttur, sérstaklega með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum var þetta meira borðtennis fram og til baka, bæði lið að skipta mikið inná og takturinn fór svolítið úr þessu en virkilega sáttur með fyrri hálfleikinn," sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra þar sem ÍA vann 5-2 sigur en Óskar segir liðið hafa þroskast mikið frá því í fyrra.

„Mér finnst við hafa allir þroskast og betri ákvarðanir. Við erum farnir að þekkja betur hver á annan. Það er stærsti munurinn á þessu ári."

Blikaliðið lítur vel út fyrir komandi tímabil en næst á dagskrá er Lengjubikarinn.

„Það er markmiðið. Margir leikir fram að móti en eina sem við getum gert er að reyna að taka þennan leik, skoða hann og mæta á æfingu á mánudaginn og vinna eins vel og við getum. Næsta æfingaviki sker úr hvernig við komum til leiks á móti Leikni í Lengjunni og halda hungrinu og dugnaðinum sem hefur einkennt þetta frá því við byrjuðum aftur í desember," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner