Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 05. febrúar 2021 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Finnst við hafa þroskast
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður en sáttur með 5-1 sigur liðsins á ÍA í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu fyrir Blika á meðan Gísli Eyjólfsson skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum.

„Ég var þokkalega sáttur, sérstaklega með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum var þetta meira borðtennis fram og til baka, bæði lið að skipta mikið inná og takturinn fór svolítið úr þessu en virkilega sáttur með fyrri hálfleikinn," sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra þar sem ÍA vann 5-2 sigur en Óskar segir liðið hafa þroskast mikið frá því í fyrra.

„Mér finnst við hafa allir þroskast og betri ákvarðanir. Við erum farnir að þekkja betur hver á annan. Það er stærsti munurinn á þessu ári."

Blikaliðið lítur vel út fyrir komandi tímabil en næst á dagskrá er Lengjubikarinn.

„Það er markmiðið. Margir leikir fram að móti en eina sem við getum gert er að reyna að taka þennan leik, skoða hann og mæta á æfingu á mánudaginn og vinna eins vel og við getum. Næsta æfingaviki sker úr hvernig við komum til leiks á móti Leikni í Lengjunni og halda hungrinu og dugnaðinum sem hefur einkennt þetta frá því við byrjuðum aftur í desember," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner