Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 05. apríl 2023 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Indriði spilaði fyrir Hareide - Væri hann góður kostur fyrir Ísland?
Icelandair
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: EPA
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norðmaðurinn Age Hareide er einn af þeim sem hefur verið hvað mest orðaður við landsliðsþjálfarastarf Íslands.

KSÍ er að leita að reynslumiklum þjálfara og Hareide fellur svo sannarlega undir þann ramma. Þessi 69 ára gamli þjálfara hefur stýrt stórliðum á Norðurlöndum á borð við Bröndby, Rosenborg og Malmö.

Hann hefur þá stýrt Noregi og Danmörku í landsliðsfótboltanum. Hann er líka með reynslu þar.

Indriði Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, spilaði undir stjórn Hareide í nokkur ár í Viking í Noregi. Hann segir að um sé að mjög góðan þjálfara.

„Hann er náttúrulega bara fær þjálfari og hefur sýnt það á flestum þeim stöðum sem hann hefur verið á," sagði Indriði í samtali við Fótbolta.net í dag. „Ég held að hann myndi henta vel fyrir landsliðið."

„Hann er mjög reyndur og mjög góður þegar kemur að skipulagi í leikjum, undirbúning leikja og þess háttar. Ég átti mjög gott samband við Age og spjalla af og til við hann ennþá."

Indriði segir að Hareide sé góður í því að ná því besta út úr þeim hópi sem hann er með til staðar, en hann var síðast stjóri Malmö í Svíþjóð. þar áður stýrði hann danska landsliðinu með góðum árangri.

„Ég held að hans leikstíll henti íslenska liðinu ágætlega en það fer líka eftir því hvernig hóp hann velur, hvernig blandan er."

Indriði telur að Hareide sé mögulega opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu ef hann er ekki hættur að þjálfa. „Ég held að hann myndi alveg skoða það, það væri alveg möguleiki."

Fótbolti.net hefur reynt að ná tali af Hareide en án árangurs.

Sjá einnig:
Segir að áhuginn á landsliðsþjálfarastarfi Íslands sé mikill
Tíu sem gætu tekið við landsliðinu af Arnari
Athugasemdir
banner
banner
banner