Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 05. apríl 2024 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hent fyrir rútuna.
Hent fyrir rútuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær í Víkina?
Halldór Snær í Víkina?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Moussa Dembele var frábær á miðjunni hjá Tottenham.
Moussa Dembele var frábær á miðjunni hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Hefur alltaf verið þreyttur á vellinum og það endaði yfirleitt með einhverju rifrildi en bestu vinir í dag
Hefur alltaf verið þreyttur á vellinum og það endaði yfirleitt með einhverju rifrildi en bestu vinir í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ilias Akhomach
Ilias Akhomach
Mynd: Getty Images
Kalli á Ástareyjuna.
Kalli á Ástareyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki sá skemmtilegasti á vellinum en utan vallar er þetta algjör toppmaður.
Ekki sá skemmtilegasti á vellinum en utan vallar er þetta algjör toppmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 2. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Gísli er miðjumaður sem lék varnarlega sem miðvörður gegn Val í byrjun vikunnar. Hann kom til Víkings frá ítalska félaginu Bologna sumarið 2022. Hann er uppalinn í Breiðabliki og á að baki ellefu leiki fyrir U19 landsliðið og tvo fyrir U20. Hann kom við sögu í sex leikjum með Víkingi sumarið 2022 og þrettán á síðasta tímabili.

Í dag sýnir Gísli á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Gísli Gottskálk Þórðarson

Gælunafn: Gilli, Gotti, GG

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti leikur var á móti ÍBV 2022, man að við jöfnuðum leikinn á 90+6 sem var sætt

Uppáhalds drykkur: Vitamin well

Uppáhalds matsölustaður: Saffran

Hvernig bíl áttu: Audi

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Two and a half men

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone, JB og Luigi deila þessu

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Það er yfirleitt Vísir eða .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Hef helvíti gaman af Steinda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hæ “RAFí verður ekki kenndur, kíktu á mig til að bæta við áfanga”. Fékk þetta frá skólanum, alvöru skellur að fá ekki rafíþróttirnar í gegn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Arsenal, yrði líklegast ekki vel liðinn þar þegar fólk myndi sjá myndir af mér í Spurs treyjuni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það var vel þreytt að elta Ilias Akhomach þegar við kepptum við Spánverjana.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugs og Ólafur Ingi hafa reynst mér mjög vel. Á líka Þór Hinrikssyni í böttum mikið að þakka.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Orri hefur alltaf verið þreyttur á vellinum og það endaði yfirleitt með einhverju rifrildi en bestu vinir í dag

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Þegar ég var að byrja að fylgjast með Enska boltanum og Tottenham þá fylgdist ég mikið með Moussa Dembele, rosalegur leikmaður og ég elskaði að horfa á hann spila

Sætasti sigurinn: Fyrsti bikarmeistaratitillinn er held ég sætastur, kom inná í framlenginuni og gat ekki beðið eftir að leikurinn yrði bara flautaður af

Mestu vonbrigðin: Líklegast þegar ég meiddist í fyrra. Missti af slatta af tímabilinu og var hræddur um að komast ekki á EM en svo reddaðist það.

Uppáhalds lið í enska: Tottenham

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Halldór Snæ úr Fjölni, rosalegur keeper og væri gott að fá hann í klefann

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Pretty boy AP er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Karolína Lea

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hef ekki sterkar skoðanir á Messi vs Ronaldo umræðuni en gef Messi þennan titil í dag

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Minnir að Sveinn Gísli hafi hent mér fyrir rútuna um daginn þannig hann fær þennann heiður

Uppáhalds staður á Íslandi: Safe House, if you know you know

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var ekki skemmtilegt á þeim tíma en ég rann mjög lúðalega eftir einhverjar 5 mínutur í landsleik og fór úr axlalið, hlæ af þessu í dag en var vel þreytt á þeim tíma.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei ekki neina ef ég er hreinskilinn

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tek úrslitaleikina í körfuni og handboltanum en annars held ég mig við fótboltann.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Er ekki lélegur í stærðfræðinni en hef rosa litla þolinmæði fyrir henni

Vandræðalegasta augnablik: Kvaddi Breiðablik á sínum tíma áður en ég fór til Ítalíu með vondu sjálfsmarki.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi taka Ara Sigurpáls, Djuric og Svein Gísla. Myndum líklegast ekki lifa lengi en það væri gaman hjá okkur á meðan, það er staðfest.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Hefði gaman af því að sjá Karl Friðleif í Love Island, held að hann myndi smellpassa inn í hópinn þar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tala Ítölsku

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Pablo Punyed hefur komið mér mjög á óvart, hann er ekki sá skemmtilegasti á vellinum en utan vallar er þetta algjör toppmaður sem hefur kennt mér margt síðan ég kom í Víkina.

Hverju laugstu síðast: Sagðist vera lagður af stað í hádegismat áðan, svo leggur maður aldrei af stað fyrr en svona 10-15 mínútum seinna

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Held að allir séu sammála um að það sé upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bryan Gil hvort að Arnar Daníel vinur minn mætti klippa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner