Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóley María og Stephanie Ribeiro í Þrótt R. (Staðfest)
Sóley María Steinarsdóttir.
Sóley María Steinarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavíkar, nýliðar í Pepsi Max-deild kvenna, hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í sumar.

Sóley María Steinarsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt að láni frá Breiðablik og leikur því með liðinu í sumar. Sóley María er Þrótturum vel kunn enda er hún uppalin í félaginu.

Sóley lék níu leiki með Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna í fyrra, en hún á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Þó hefur Þróttur einnig samið við Stephanie Mariana Ribeiro, sem var síðast á mála hjá Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. Hún spilaði þar áður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Í frétt frá því í fyrra er henni lýst sem sóknarmanni.

Þrótti er spáð neðsta sæti í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna.

Komnar:
Andrea Magnúsdóttir frá ÍA
Laura Hughes frá Canberra United
Mary Alice Vignola frá Bandaríkjunum
Rósa Pálsdóttir fra Fjölni
Sóley María Steinarsdóttir frá Breiðabliki (Á láni)
Stephanie Ri­ber­io frá Avaldsnes í Noregi

Farnar:
Katrín Rut Kvaran í Val (Var á láni)
Lauren Wade
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner