Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Championship: WBA heldur í við Leeds í toppbaráttunni
Charlie Austin skoraði tíunda markið á tímabilinu
Charlie Austin skoraði tíunda markið á tímabilinu
Mynd: Getty Images
West Brom 4 - 2 Hull City
1-0 Charlie Austin ('4 )
1-1 Kevin Stewart ('24 )
2-1 Ahmed Hegazy ('37 )
2-2 Mallik Wilks ('48 )
3-2 Kamil Grosicki ('49 )
4-2 Grady Diangana ('76 )
Rautt spjald: Ahmed Hegazy ('90, WBA)

WBA er aðeins einu stigi á eftir toppliði Leeds eftir 4-2 sigur á Hull City í ensku B-deildinni í dag.

Það tók Charlie Austin aðeins fjórar mínútur að koma WBA yfir í leiknum. Kevin Stewart jafnaði fyrir Hull tuttugu mínútum síðar.

Ahmed Hegazy tókst að koma WBA yfir áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Það var heldur betur fjör í byrjun síðari hálfleiksins. Mallik Wilks jafnaði á 48. mínútu og innan við mínútu síðar var pólski landsliðsmaðurinn Kamil Grosicki búinn að koma WBA aftur yfir.

Grady Diangana gulltryggði svo sigur WBA með marki á 76. mínútu. Hegazy verður þá í banni í næsta leik eftir að hann nældi sér í sitt annað gula spjald í uppbótartíma. Lokatölur 4-2. WBA er í öðru sæti með 77 stig, þegar fimm leikir eru eftir af deildinni. Hull er á meðan einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner