Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 05. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó: Hefði viljað sjá Hólmbert frekjast og taka vítið
Icelandair
Hólmbert átti góða innkomu.
Hólmbert átti góða innkomu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby í Svíþjóð, hefði viljað sjá Hólmbert Aron Friðjónsson taka vítaspyrnuna sem Ísland fékk gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

Það var mikil dramatík undir lokin þegar Ísland og England áttust við.

England fékk vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi Sverris Inga Ingasonar í uppbótartíma. Raheem Sterling fór á punktinn og skoraði.

Í næstu sókn fékk Ísland víti þegar Joe Gomez braut á Hólmberti Aroni Friðjónssyni. Birkir Bjarnason fór á punktinn en skaut boltanum yfir markið.

„Hefði viljað sjá sjóðheitan Hólmbert frekjast og taka vítið," skrifar Aron á Twitter.

Hjörvar Hafliðason, Dr Football, svarar honum og sagði: „22 víti á ferlinum. 20 mörk. Það er sæmilegt record."

Við svari Hjörvar sagði Aron: „Líka sjóðheitur núna. Ekkert á móti Birki en Hólmbert er striker, einn af markahæstu í Noregi og mörg lið á eftir honum. Hefði verið geggjað fyrir hann."

Aron á 19 A-landsleiki fyrir Bandaríkin, en hann valdi á sínum tíma að spila frekar fyrir Bandaríkin en Ísland.

Sjá einnig:
Sjáðu vítaspyrnurnar sem skildu Ísland og England að


Athugasemdir
banner