Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 05. september 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fari í skrúfuna"
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson kom inn á fjarveru Pablo Punyed í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn ÍBV í gær. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmark Víkings kom í uppbótartíma.

Pablo var fjarverandi vegna leikbanns og sömu sögu má segja um Erling Agnarsson.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það sem veldur mér smá áhyggjum, og hefur gert lengi, er að í hvert skipti sem sterka pósta vantar - eins og Pablo og Ella, Pablo sérstaklega því það er ekki oft sem Elli er ekki að spila - þá virðumst við bara vera að ströggla með ákveðið 'presence' inn á miðjunni. Það er helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fari í skrúfuna."

„Mér fannst ekkert endilega vanta nein læti, heldur ákveðna ró á boltann og karakter - að geta stýrt leiknum. Ég verð samt að hrósa Gísla Gotta fyrir hans innkomu í leikinn. Hann kom með ró á boltann og sýndi hvernig átti að gera þetta þó að hann sé krakki að árum. Einum fleiri gerðum við mörg mistök og fórum að panikka. En á endanum verður þetta mjög gott stig,"
sagði Arnar.

Pablo gekk í raðir Víkings frá KR fyrir síðasta tímabil og hjálpaði hann liðinu að verða tvöfaldur meistari á síðasta tímabili. Hann var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í upphafi móts og þá var Víkingur hikstandi. Hann tók þá út leikbann gegn FH fyrr í sumar og þá vann Víkingur 0-3 útisigur. Víkingur er níu stigum á eftir Breiðabliki þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir af deildarkeppninni.
Arnar Gunnlaugs: Moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner