Hann var ekki merkilegur fréttamannafundurinn sem Jose Mourinho hélt í bítið.
Einhverra hluta vegna var fundurinn klukkan 8 í morgun að breskum tíma en venjulega eru fréttamannafundir United fyrir leiki um klukkan 13.
Fundurinn stóð aðeins í örfáar mínútur en Mourinho var stuttur í svörum.
Einhverra hluta vegna var fundurinn klukkan 8 í morgun að breskum tíma en venjulega eru fréttamannafundir United fyrir leiki um klukkan 13.
Fundurinn stóð aðeins í örfáar mínútur en Mourinho var stuttur í svörum.
Á fundinum viðurkenndi Mourinho að það yrði ekki nægilega gott ef Manchester United færi í gegnum fimm leiki í öllum keppnum án sigurs. Það er pressa á þeim portúgalska eftir verstu byrjun United í deildinni í 29 ár.
„Við getum gert miklu betur. Til að gera það þurfum við stig," sagði Mourinho en United mætir Newcastle á morgun.
Hann var spurður að því hvort fimmti leikurinn án sigurs væri ekki slæmt fyrir lið á borð við Manchester United.
„Já, ég samþykki."
Mourinho sagði að það væru margar ástæður fyrir slæmu gengi liðsins en vildi ekki útskýra hvaða ástæður þær væru.
United hefur ekki unnið á Old Trafford síðan í 1. umferð deildarinnar.
„Aðeins eitt tap á heimavelli á tímabilinu, aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum. En enginn sigur á heimavelli síðustu þrjá leiki, þrjú jafntefli. Við finnum ekki tilfinninguna eftir tap en ekki heldur gleðina eftir sigur. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna á laugardaginn," sagði Mourinho í bítið.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 8 | 6 | 1 | 1 | 15 | 3 | +12 | 19 |
2 | Man City | 8 | 5 | 1 | 2 | 17 | 6 | +11 | 16 |
3 | Liverpool | 8 | 5 | 0 | 3 | 14 | 11 | +3 | 15 |
4 | Bournemouth | 8 | 4 | 3 | 1 | 14 | 11 | +3 | 15 |
5 | Chelsea | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 | 9 | +7 | 14 |
6 | Tottenham | 8 | 4 | 2 | 2 | 14 | 7 | +7 | 14 |
7 | Sunderland | 8 | 4 | 2 | 2 | 9 | 6 | +3 | 14 |
8 | Crystal Palace | 8 | 3 | 4 | 1 | 12 | 8 | +4 | 13 |
9 | Man Utd | 8 | 4 | 1 | 3 | 11 | 12 | -1 | 13 |
10 | Brighton | 8 | 3 | 3 | 2 | 12 | 11 | +1 | 12 |
11 | Aston Villa | 8 | 3 | 3 | 2 | 8 | 8 | 0 | 12 |
12 | Everton | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 9 | 0 | 11 |
13 | Brentford | 8 | 3 | 1 | 4 | 11 | 12 | -1 | 10 |
14 | Newcastle | 8 | 2 | 3 | 3 | 7 | 7 | 0 | 9 |
15 | Fulham | 8 | 2 | 2 | 4 | 8 | 12 | -4 | 8 |
16 | Leeds | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 | 13 | -6 | 8 |
17 | Burnley | 8 | 2 | 1 | 5 | 9 | 15 | -6 | 7 |
18 | Nott. Forest | 8 | 1 | 2 | 5 | 5 | 15 | -10 | 5 |
19 | West Ham | 8 | 1 | 1 | 6 | 6 | 18 | -12 | 4 |
20 | Wolves | 8 | 0 | 2 | 6 | 5 | 16 | -11 | 2 |
Athugasemdir