mán 05. október 2020 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben: Valgeir á leið til Brentford
Valgeir í leik með HK í sumar.
Valgeir í leik með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, er á leið til Englands samkvæmt Guðmundi Benediktssyni, þáttarstjórnanda Stúkunnar á Stöð 2 Sport.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Valgeir verið lykilmaður í liði HK í Pepsi Max-deildinni. Hann getur spilað bæði sem kantmaður og bakvörður.

Hann hefur vakið athygli fyrir utan landssteinanna, en núna er hann á leið til Brentford að sögn Gumma Ben.

„Valgeir Valgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir HK á þessu tímabili, leikmaðurinn og HK hafa náð samkomulagi um lánssamning við Brentford sem spilar í Championship deildinni," skrifar Gummi á Twitter.

Brentford er í næst efstu deild á Englandi, Championship-deildinni. Félagið tapaði úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Brentford.

HK er í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með 20 stig úr 18 leikjum.

Athugasemdir
banner
banner