Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 05. október 2020 09:22
Magnús Már Einarsson
Sessegnon til Hoffenheim á láni (Staðfest)
Tottenham hefur lánað Ryan Sessegnon til Hoffenheim í Þýskalandi en samningurinn gildir út þetta tímabil.

Hinn tvítugi Sessegnon spilaði einungis tólf leiki hjá Tottenham á síðasta tímabili.

Sessegnon getur spilað á vinstri kanti og í vinstri bakverði en eftir komu Sergio Reguilon og Gareth Bale er samkeppnin ennþá meiri fyrir hann.

Sessegnon hefur ekki verið í leikmannahópi Tottenham í neinum leik á þessu tímabili og er nú farinn til Þýskalands.
Athugasemdir