Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 05. október 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
Tveir KR-ingar og tveir Framarar í bann
Jannik Pohl verður í banni um næstu helgi.
Jannik Pohl verður í banni um næstu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í gær, eins og venjan er á þriðjudögum. Nokkrir leikmenn Bestu deildarinnar voru þar úrskurðaðir í leikbönn.

Jannik Pohl skoraði tvö mörk í sigri Fram gegn Leikni en fékk einnig sitt fjórða gula spjald í leiknum. Hann og Óskar Jónsson, sem fékk rautt spjald á sunnudag, verða báðir í banni gegn ÍA á laugardaginn. Oliver Stefánsson verður í banni hjá Skagamönnum en hann fékk rautt í tapleik gegn Keflavík.

Grétar Snær Gunnarsson og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR, verða í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar KR leikur gegn Val á sunnudaginn.

Joye Gibbs, sem skoraði sigurmark Keflavíkur um helgina, tekur út bann þegar Keflavík fer til Vestmanneyja á sunnudag. Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar er kominn í bann og spilar ekki gegn Víkingi næsta mánudag.

Leikmenn í banni í leikjum dagsins
Rifjum upp fyrri úrskurð aganefndar:

Tveir leikir verða í Bestu deildinni í dag. Klukkan 15:30 mætast ÍBV og FH í svakalega mikilvægum fallbaráttuslag. Guðjón Ernir Hrafnkelsson verður í banni hjá ÍBV.

Víkingur og Valur mætast 19:15. Tveir lykilmenn Vals verða í banni; bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson sem hefur safnað fjórum gulum spjöldum og danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen sem fékk rautt spjald í tapi gegn KA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner