Sævar Atli Magnússon meiddist á hné í síðasta mánuði og verður frá fram á næsta ár. Hann var því ekki til taks þegar landsliðshópurinn í dag var valinn. Sömu sögu er að segja af landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni sem hefur glímt við meisli síðustu vikur og ekkert spilað með landsliðinu í undankeppninni fyrir HM.
Arnar var spurður út í þá á fréttamannafundi í dag.
Arnar var spurður út í þá á fréttamannafundi í dag.
„Það er gríðarlega mikið högg að missa Sævar út, fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann sjálfan. Hann var sterkur í síðustu gluggum, mikil orka og 'bubbly' karakter. Hann stóð sig mjög vel," sagði Arnar.
„Það eru alltaf 2-3 meiddir í hverjum einasta glugga, Orri er því miður enn og aftur frá, sjötti leikurinn í röð sem hann missir af. Þetta er gríðarlegt högg fyrir þessa stráka, skemmtilegt verkefni framundan. Okkur hefur hingað til gengið ágætlega í að manna þessi skörð, en auðvitað söknum við hans mikið."
Arnar segir að Orri hafi ekki verið nálægt því að ná leikjunum tveimur sem eru framundan.
„Nei, því miður. Hann er lengra frá en hann var fyrir síðustu leiki, það kom bakslag eftir að síðasta glugga lauk. Ég vil ekki fabúlera um hans meiðsli, en (ég á ekki von á því að hann komi til baka fyrr en) kannski seinni hluta desember eða í janúar. Gulrótin fyrir hann er að vera 100% klár í umspilið í mars," sagði Arnar.
Athugasemdir



