Paul Pogba skoraði frábært mark fyrir Manchester United í kvöld sem mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Spilamennska Man Utd í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska og var West Ham með 1-0 forystu í leikhléi.
Það var Pogba sem hóf endurkomu gestanna í seinni hálfleik en þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford bættu síðar við mörkum í 3-1 sigri.
Mark Pogba var virkilega gott en hann fékk sendingu frá Bruno Fernandes utan teigs og smellti knettinum í fjærhornið hjá Lukasz Fabianski.
Markið má sjá hér.
WHAT A GOAL FROM POGBA 🤩🤩
— Ish 🔴 (@IshaanMurgai) December 5, 2020
LET THE APOLOGIES BE AS LOUD AS THE DISRESPECT WAS 🔥🔥🔥#mufc#pogba #pogback pic.twitter.com/ScMHEbjiRu
Athugasemdir