Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. desember 2020 21:20
Victor Pálsson
Myndband: Frábært mark Pogba gegn West Ham
Paul Pogba skoraði frábært mark fyrir Manchester United í kvöld sem mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Spilamennska Man Utd í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska og var West Ham með 1-0 forystu í leikhléi.

Það var Pogba sem hóf endurkomu gestanna í seinni hálfleik en þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford bættu síðar við mörkum í 3-1 sigri.

Mark Pogba var virkilega gott en hann fékk sendingu frá Bruno Fernandes utan teigs og smellti knettinum í fjærhornið hjá Lukasz Fabianski.

Markið má sjá hér.



Athugasemdir