Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick: Er á réttum stað á réttum tíma
Mynd: EPA
Ralf Rangnick stýrir Manchester United í fyrsta sinn í dag er liðið mætir Crystal Palace.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn eftir 4-1 tap liðsins gegn Watford fyrir tveimur vikum síðan. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir frumraun Rangnick sem er 'guðfaðir gegenpressen' sem er upplegg sem Jurgen Klopp hefur tileinkað sér hjá Liverpool.

Rangnick skrifaði skilaboð til stuðningsmanna United í blaði sem var gefið út fyrir leikinn í dag.

„Góðan daginn, að þjálfa Manchester United, þó það sé bara til bráðabirgða, er mikil áskorun en fyrir mér er ég á réttum stað á réttum tíma," skrifaði Rangnick.

„Man Utd er eitt stærsta félag heims, með mikla sögu og marga titla. Liðið hefur alið af sér marga frábæra leikmenn. Ég er kominn hingað til að þróa liðið uppá næsta stig. Enginn er ánægður með stöðuna sem félagið er á í deildinni. Þetta hefur verið í meðallagi í ár en félagið er með leikmenn sem eru betri en taflan sínir og það er mitt að bæta það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner