Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 05. desember 2023 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Karólína Lea með sigurmarkið í frábærum sigri
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Danmörk 0 - 1 Ísland
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('77 )
Lestu um leikinn


Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Danmörku í lokaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Danmörku en heimakonur þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á að vinna riðilinn.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og Karólína Lea var nálægt því að koma Íslandi yfir þegar hún átti skot af löngu færi þar sem Lene Christensen markvörður danska liðsins var komin út úr teignum og átti slaka sendingu en skot Karólínu fór framhjá markinu.

Agla María Albertsdóttir fékk tækifæri stuttu síðar en hitti boltann ekki nægilega vel og boltinn fór rétt framhjá markinu.

Þær dönsku náðu góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik en Fanney Inga í marki Íslands átti frábæran leik í sínum fyrsta landsleik og kom í veg fyrir að þær náðu forystunni.

Það var síðan Karólína Lea sem tryggði Íslandi 1-0 sigur þegar hún braut sér leið í gegnum vörn Danmerkur og átti skot sem Lene varði en hún fékk boltann aftur og skoraði.

Wales og Þýskaland gerðu jafntefli sem þýðir að Þýskaland fer áfram.


Athugasemdir
banner
banner