Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. mars 2021 09:20
Fótbolti.net
Ótímabæra Pepsi Max spáin og íslensk boltapólitík á X977 í dag
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag er komið að næstu ótímabæru spá fyrir Pepsi Max-deildina. Elvar Geir og Tómas Þór halda um stjórnartaumana að vanda.

Úlfur Blandon, sérfræðingur þáttarins, skoðar liðin tólf með umsjónarmönnum þáttarins og farið verður yfir gengið á undirbúningstímabilinu.

Í seinni hlutanum verður íslensk fótboltapólitík aðalmálið. Mikil ólga ríkir bak við tjöldin í boltanum eftir ársþing KSÍ sem haldið var um síðustu helgi. Tillögur um fjölgun leikja voru felldar.

Haraldur Haraldsson, fyrrum formaður ÍTF og framkvæmdastjóri Víkings, kemur í þáttinn og fer yfir sviðið.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner