Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Le Tissier: Óskiljanlegt að knattspyrnufélög þurfi ríkisaðstoð
Le Tissier og Francis Benali voru samherjar í fjórtán ár.
Le Tissier og Francis Benali voru samherjar í fjórtán ár.
Mynd: Getty Images
Matt Le Tissier, goðsögn hjá Southampton og knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, skilur ekki hvers vegna úrvalsdeildarfélög séu að nýta úrræði stjórnvalda til að borga starfsfólki sínu laun meðan fótboltaheimurinn er stopp.

Félög á borð við Tottenham og Newcastle ætla að nýta úrræðið. Liverpool ætlaði einnig að gera það en hætti svo við í kjölfar mikillar gagnrýni úr öllum áttum.

„Svona hegðun er skaðleg fyrir ímynd fótboltaheimsins. Mér líður eins og það sé verið að reyna að laga mistökin og vonandi verða þau ekki endurtekin í framtíðinni. Það er siðferðislega rangt að stór knattspyrnufélög nýti sér neyðarúrræði stjórnvalda til að borga starfsfólki sínu laun," sagði Le Tissier.

„Félögin eru að nýta úrræði sem var hugsað fyrir fyrirtæki sem eiga við alvöru rekstrarerfiðleika að stríða. Það er óskiljanlegt að knattspyrnufélög sem skila fleiri milljónum í hagnað á hverju ári þurfi ríkisaðstoð á þessum erfiðu tímum.

„Stundum gerast hlutir í heiminum sem eru stærri heldur en viðskipti eða peningar. Það er nákvæmlega staðan núna og félög verða að byrja að skoða málið útfrá siðferðislegu sjónarmiði."


Sjá einnig:
Högnuðust um 129 milljónir punda - Nýta bæði neyðarúrræði

Man City og Leicester ætla ekki að nýta úrræði stjórnvalda

Liverpool hættir við að nota ríkisaðstoðina - Margir hneyksluðust

Athugasemdir
banner
banner
banner