Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. apríl 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man City og Leicester ætla ekki að nýta úrræði stjórnvalda
Taílenski viðskiptajöfurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha er elskaður af stuðningsmönnum Leicester.
Taílenski viðskiptajöfurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha er elskaður af stuðningsmönnum Leicester.
Mynd: Getty Images
Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa þegar tilkynnt að þau muni nýta úrræði stjórnvalda til að borga starfsfólki sínu laun meðan það getur ekki starfað vegna kórónuveirunnar.

Starfsfólk umræddra félaga mun fá 80% launa sinna úr ríkiskassanum og í flestum tilfellum munu knattspyrnufélögin borga upp hin 20% launanna.

Liverpool og Tottenham eru meðal félaga sem ætla að nýta sér þetta úrræði og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir. Leicester og Manchester City ætla ekki að fara sömu leið.

Manchester City staðfesti í dag að félagið mun ekki nýta þetta úrræði fyrir þá 463 starfsmenn sem munu halda áfram að þiggja launagreiðslur.

Leicester hefur ekki staðfest þetta en bréf frá forseta félagsins, Aiyawatt Srivaddhanaprabha, bendir til þess að engin þörf sé fyrir aðstoð skattgreiðenda á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner