Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 17:38
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hættir við að nota ríkisaðstoðina - Margir hneyksluðust
Mynd: Getty Images
Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool.
Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Eftir gríðarlega gagnrýni, meðal annars frá eigin stuðningsmönnum, hefur Liverpool ákveðið að hætta við að nota úrræði stjórnvalda til að borga starfsfólki félagsins.

Á dögunum tók Liverpool þá ákvörðun að starfsmenn félagsins fengju greitt 80% launa félagsins úr ríkissjóði á meðan kórónaveirástandið er í gangi.

Félagið hefur nú viðurkennt að ákvörðunin hafi verið röng og hefur skipt um skoðun.

Jamie Carragher, Gary Lineker og Stan Collymore eru meðal þekktra nafna sem gagnrýndu félagið opinberlega.

Collymore sagði að þetta úrræði eigi að vera fyrir lítil fyrirtæki svo þau geti haldið sjó, allir eigendur úrvalsdeildarliða eigi mikinn pening og eigi ekki að taka úr sjóði þeirra sem virkilega þurfi á þessum pening að halda.

Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur skrifað bréf til stuðningsmanna þar sem beðist er afsökunar á þessum dómgreindarbresti félagsins.

Newcastle og Tottenham hafa bæði tilkynnt að þau ætli að nota úrræðin en Manchester United sendu þau skilaboð til síns starfsfólks að launagreiðslur yrðu óbreyttar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner