Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fös 06. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Erfitt fyrir Milan
Evrópuslagur í Flórens
Mynd: EPA

Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af ítalska deildartímabilinu og er titilbaráttan á milli AC Milan og nágrannanna í Inter æsispennandi.


Inter á fyrsta leik helgarinnar, á heimavelli gegn Empoli, og þarf sigur til að taka toppsætið af Milan, sem leiðir með tveimur stigum sem stendur. Milan getur unnið toppsætið til baka á sunnudaginn þegar liðið á erfiðan útileik gegn skemmtilegu liði Verona.

Evrópubaráttan er gríðarlega hörð þar sem Roma, Lazio, Fiorentina og Atalanta eru að berjast um þrjú sæti með Verona á hælum sér. Roma og Lazio eru í bestu stöðunni og eiga lærisveinar Maurizio Sarri í Lazio þægilegan heimaleik gegn Sampdoria á laugardagskvöldið. Rómverjar eiga aftur á móti erfiðan útileik í Flórens þar sem heimamenn í Fiorentina munu freista þess að krækja í Evrópusæti í fyrsta sinn síðan 2016.

Atalanta, sem er jafnt Fiorentina á stigum, heimsækir Spezia fyrir hádegi á sunnudag.

Að lokum er komið að fallbaráttunni þar sem Genoa, Cagliari og Salernitana eru að berjast um síðasta lausa sætið í deildinni. Genoa á erfiðan heimaleik gegn Juventus í kvöld en Salernitana og Cagliari mætast í innbyrðisviðureign á sunnudaginn.

Þar getur Salernitana svo gott sem bjargað sér eftir ótrúlegan árangur síðustu vikur. Smáliðið frá Salerno er búið að vinna fjóra og gera einn jafntefli af síðustu fimm og er einu stigi fyrir ofan Cagliari í fallsæti.

Föstudagur:
16:45 Inter - Empoli
19:00 Genoa - Juventus

Laugardagur:
13:00 Torino - Napoli
16:00 Sassuolo - Udinese
18:45 Lazio - Sampdoria

Sunnudagur:
10:30 Spezia - Atalanta
13:00 Venezia - Bologna
16:00 Salernitana - Cagliari
18:45 Verona - Milan

Mánudagur:
18:45 Fiorentina - Roma


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 20 15 1 4 43 17 +26 46
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 20 12 4 4 30 17 +13 40
4 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner