Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kórdrengir að semja við rússneskan markvörð
Lengjudeildin
Mynd: Avangard Kursk
Kórdrengir hafa verið með rússneskan markvörð hjá sér síðustu mánuði en sá heitir Nikita Chagrov.

Hann er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin í fyrra og styttist í að hann verði klár í slaginn. Fyrir hjá liðinu er markvörðurinn Óskar Sigþórsson sem kom frá Haukum í vetur og er hann aðalmarkvörður sem stendur.

„Ég er búinn að finna mér markmann fyrir tímabilið, en hvort hann verði klár í fyrsta leik er spurning," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, við Fótbolta.net í vikunni.

„Hann heitir Nikita og er Rússi. Hann er að ná sér eftir erfið meiðsli. Ég er ekki klár með hvenær hann er tilbúinn og það er ólíklegt að hann verði klár í fyrsta leik," sagði Davíð.

Nikita er ekki kominn með leikheimild með Kórdrengjum þegar þessi frétt er skrifuð.

Kórdrengir mæta Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í dag og verður leikurinn spilaður í Boganum á Akureyri.
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner