Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 06. maí 2022 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdi að setja Cavani inn á frekar en Lingard
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var spurður út í Jesse Lingard á fréttamannafundi í dag. United lék sinn síðasta heimaleik á tímabilinu á mánudag og vakti það athygli að Lingard, sem er á förum frá United, kom ekki við sögu í leiknum.

„Til að byrja með, á síðustu vikum undir minnir stjórn hefur hann spilað talsvert fleiri leiki en hann er vanur. Í öðru lagi, þegar við mættum Chelsea, bað hann mig um að hafa sig ekki í hópnum vegna fjölskylduástæðna," sagði Rangnick.

„Það var ástæðan. Við áttum einungis þrjár skiptiungar og ég varð að velja á milli Edinson Cavani, Jesse Lingard eða hins unga Alejandro Garnacho. Garnacho hefði elskað að fá tækifæri til að spila."

„Ég ákvað að spila Edinson. Ef ég hefði ekki spilað honum þá hefði einhver spurt mig af hverju ég spilaði ekki Cavani eða Garnacho. Þú verður að taka ákvörðun og þær verða ekki alltaf til að gleðja alltaf en það er hluti af leiknum,"
sagði Rangnick.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner