Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 06. júní 2021 17:56
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Pétur Rögnvalds: Ég hef verið brjálaðari
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta mætti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í dag og endaði leikurinn með 1-3 útisigri Aftureldingar. Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu sagði tapið vonbrigði.

„Alltaf vont að tapa á heimavelli þannig þetta eru vonbrigði. Það var 2-0 snemma í leiknum og þá var þetta hægt en samt sem áður vonbrigði að lenda 2-0 undir svona snemma og þegar þriðja markið kemur er þetta kannski orðið of bratt. Ég hef verið brjálaðari beint eftir leik en ég er búinn að vera svekktur lengi á bekknum á meðan leikurinn er í gangi."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Afturelding

„Við lögðum leikinn upp með að loka á þeirra hættulegasta leikmann fram á við sem að skoraði eftir ellefu mínútur. Við ætluðum að pressa á þær hátt sem gekk vel á köflum en þegar það klikkaði vorum við svolítið mikið opnar fyrir aftan. Uppleggið gekk ekki alveg nógu vel upp heilt yfir.

„Við skorum mark eftir að við vorum búnar að vera að ógna. Mér fannst líka í lok fyrri hálfleiks vera dýrt að koma ekki inn marki þar en svo erum við eins og er eðlilegt, að ógna þegar við erum 3-0 undir og komum inn einu marki. Kannski hefðum við getað komið inn öðru en það var líka bara of seint."

Næsti leikur Gróttu er gegn Haukum á Ásvöllum en fréttaritari ruglast og segir Augnablik, sem betur fer er Pétur með hlutina alla á hreinu og leiðréttir fréttaritara.

„Já, næsti leikur er held ég á móti Haukum. En eins og við spiluðum þennan og síðan eru níu dagar síðan við spiluðum seinast og aftur níu dagar á milli núna. Við viljum komast aftur á sigurbraut, það er ljóst og Haukarnir er verðugt verkefni á Ásvöllum."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner