Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 06. júní 2021 17:56
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Pétur Rögnvalds: Ég hef verið brjálaðari
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta mætti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í dag og endaði leikurinn með 1-3 útisigri Aftureldingar. Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu sagði tapið vonbrigði.

„Alltaf vont að tapa á heimavelli þannig þetta eru vonbrigði. Það var 2-0 snemma í leiknum og þá var þetta hægt en samt sem áður vonbrigði að lenda 2-0 undir svona snemma og þegar þriðja markið kemur er þetta kannski orðið of bratt. Ég hef verið brjálaðari beint eftir leik en ég er búinn að vera svekktur lengi á bekknum á meðan leikurinn er í gangi."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Afturelding

„Við lögðum leikinn upp með að loka á þeirra hættulegasta leikmann fram á við sem að skoraði eftir ellefu mínútur. Við ætluðum að pressa á þær hátt sem gekk vel á köflum en þegar það klikkaði vorum við svolítið mikið opnar fyrir aftan. Uppleggið gekk ekki alveg nógu vel upp heilt yfir.

„Við skorum mark eftir að við vorum búnar að vera að ógna. Mér fannst líka í lok fyrri hálfleiks vera dýrt að koma ekki inn marki þar en svo erum við eins og er eðlilegt, að ógna þegar við erum 3-0 undir og komum inn einu marki. Kannski hefðum við getað komið inn öðru en það var líka bara of seint."

Næsti leikur Gróttu er gegn Haukum á Ásvöllum en fréttaritari ruglast og segir Augnablik, sem betur fer er Pétur með hlutina alla á hreinu og leiðréttir fréttaritara.

„Já, næsti leikur er held ég á móti Haukum. En eins og við spiluðum þennan og síðan eru níu dagar síðan við spiluðum seinast og aftur níu dagar á milli núna. Við viljum komast aftur á sigurbraut, það er ljóst og Haukarnir er verðugt verkefni á Ásvöllum."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner