Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 06. júní 2021 17:56
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Pétur Rögnvalds: Ég hef verið brjálaðari
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta mætti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í dag og endaði leikurinn með 1-3 útisigri Aftureldingar. Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu sagði tapið vonbrigði.

„Alltaf vont að tapa á heimavelli þannig þetta eru vonbrigði. Það var 2-0 snemma í leiknum og þá var þetta hægt en samt sem áður vonbrigði að lenda 2-0 undir svona snemma og þegar þriðja markið kemur er þetta kannski orðið of bratt. Ég hef verið brjálaðari beint eftir leik en ég er búinn að vera svekktur lengi á bekknum á meðan leikurinn er í gangi."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Afturelding

„Við lögðum leikinn upp með að loka á þeirra hættulegasta leikmann fram á við sem að skoraði eftir ellefu mínútur. Við ætluðum að pressa á þær hátt sem gekk vel á köflum en þegar það klikkaði vorum við svolítið mikið opnar fyrir aftan. Uppleggið gekk ekki alveg nógu vel upp heilt yfir.

„Við skorum mark eftir að við vorum búnar að vera að ógna. Mér fannst líka í lok fyrri hálfleiks vera dýrt að koma ekki inn marki þar en svo erum við eins og er eðlilegt, að ógna þegar við erum 3-0 undir og komum inn einu marki. Kannski hefðum við getað komið inn öðru en það var líka bara of seint."

Næsti leikur Gróttu er gegn Haukum á Ásvöllum en fréttaritari ruglast og segir Augnablik, sem betur fer er Pétur með hlutina alla á hreinu og leiðréttir fréttaritara.

„Já, næsti leikur er held ég á móti Haukum. En eins og við spiluðum þennan og síðan eru níu dagar síðan við spiluðum seinast og aftur níu dagar á milli núna. Við viljum komast aftur á sigurbraut, það er ljóst og Haukarnir er verðugt verkefni á Ásvöllum."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner