Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 06. júní 2021 17:56
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Pétur Rögnvalds: Ég hef verið brjálaðari
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta mætti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í dag og endaði leikurinn með 1-3 útisigri Aftureldingar. Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu sagði tapið vonbrigði.

„Alltaf vont að tapa á heimavelli þannig þetta eru vonbrigði. Það var 2-0 snemma í leiknum og þá var þetta hægt en samt sem áður vonbrigði að lenda 2-0 undir svona snemma og þegar þriðja markið kemur er þetta kannski orðið of bratt. Ég hef verið brjálaðari beint eftir leik en ég er búinn að vera svekktur lengi á bekknum á meðan leikurinn er í gangi."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Afturelding

„Við lögðum leikinn upp með að loka á þeirra hættulegasta leikmann fram á við sem að skoraði eftir ellefu mínútur. Við ætluðum að pressa á þær hátt sem gekk vel á köflum en þegar það klikkaði vorum við svolítið mikið opnar fyrir aftan. Uppleggið gekk ekki alveg nógu vel upp heilt yfir.

„Við skorum mark eftir að við vorum búnar að vera að ógna. Mér fannst líka í lok fyrri hálfleiks vera dýrt að koma ekki inn marki þar en svo erum við eins og er eðlilegt, að ógna þegar við erum 3-0 undir og komum inn einu marki. Kannski hefðum við getað komið inn öðru en það var líka bara of seint."

Næsti leikur Gróttu er gegn Haukum á Ásvöllum en fréttaritari ruglast og segir Augnablik, sem betur fer er Pétur með hlutina alla á hreinu og leiðréttir fréttaritara.

„Já, næsti leikur er held ég á móti Haukum. En eins og við spiluðum þennan og síðan eru níu dagar síðan við spiluðum seinast og aftur níu dagar á milli núna. Við viljum komast aftur á sigurbraut, það er ljóst og Haukarnir er verðugt verkefni á Ásvöllum."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner