Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   fim 06. júní 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fernandes og Wharton ekki raunveruleg skotmörk Bayern
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greindi frá því í dag að Bayern Munchen sé ekki alvarlega að íhuga þann möguleika að kaupa annað hvort Adam Wharton eða Bruno Fernandes í sumar.

Félagið fylgist með þeim, eins og fleiri leikmönnum, en hugsunin sé ekki að þeir verði keyptir í sumar. Hann segir sömu sögu af Oleksandr Zinchenko.

Fjallað var um það á dögunum að Bayern væri að fylgjast með þessum þremur leikmönnum. Af þeim er Zinchenko í minnsta hlutverkinu hjá sínu félagi, Arsenal. Bruno Fernandes er algjör lykilmaður og fyrirliði Manchester United og Adam Wharton hefur leikið frábærlega fyrir Crystal Palace frá komu sinni frá Blackburn í janúar.

„Bayern veit af þróun Adam Wharton, þeir hafa leitað í nokkur ár af svona leikmanni. En ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé ekki raunverulegt skotmark félagsins. Það sama á við um Bruno Fernadnes. Umboðsmaður hans hefur rætt við nokkur félög en hann er ekki raunverulegt skotmark, sömu sögu er að segja af Zinchenko," sagði Plettenberg.
Athugasemdir
banner
banner