Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 13:13
Elvar Geir Magnússon
Wembley
VAR áfram í ensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Niðurstaðan í kosningunni var afgerandi.
Niðurstaðan í kosningunni var afgerandi.
Mynd: EPA
Mynd: KSÍ
Nítján af tuttugu félögum í ensku úrvalsdeildinni kusu gegn því að leggja niður notkun VAR í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Úlfarnir, sem komu með tillögunu, kusu með henni.

Úlfarnir urðu illa fyrir barðinu á notkun VAR á liðnu tímabili og stórar ákvarðanir féllu gegn þeim.

Enska úrvalsdeildin sendi félögunum áætlun um hvernig deildin hyggst bæta notkun VAR. Þá voru taldar upp hinar ýmsu neikvæðu afleiðingar sem það myndi hafa í för með sér að hætta með tæknina.

Bent er á að aðeins fimm sinnum hafi verið gerð mistök með VAR afskiptum á síðasta tímabili en 105 atriði hafi verið rétt. Það er bæting frá tímabilinu á undan þar sem ellefu VAR afskipti enduðu með rangri niðustöðu.

Enska úrvalsdeildin er búin að skuldbinda sig til að borga umtalsverða fjárhæð fyrir VAR notkun til næstu þriggja ára. Þá var tekið fram að deildin yrði eina deildin af þeim stærstu í Evrópu til að hætta með VAR. Það hefði getað haft neikvæð áhrif á orðspor deildarinnar og hamlað enskum dómurum að fá stór verkefni.

Enska úrvalsdeildin tekur undir það að vandamál sé hversu mikinn tíma VAR ákvarðanir séu að taka. Að meðaltali voru 64 sekúndna tafir með hverri VAR notkun á liðnu tímabili, samanborið við 40 sekúndur á tímabilinu á undan.

Meðal breytinga sem hugmyndir eru uppi um að taka er að dómarinn muni tilkynna ákvörðun sína í hátalarakerfi vallanna en það var til dæmis gert á HM kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner