Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 09:09
Magnús Már Einarsson
Óskar um Greifavöllinn: Undirlagið með því daprasta í efstu deild í Evrópu
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mikið hefur verið rætt um ástand Greifavallarins, heimavallar KA, í sumar en völlurinn er ekki góðu ásigkomulagi.

KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Greifavellinum í gær og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, sagði við Stöð 2 Sport eftir leik að undirlagið á vellinum sé eitt það daprasta í Evrópu.

„Mjög stoltur af liðinu mínu. Við náðum að halda boltanum vel og náðum að skapa okkur fullt af færum eftir gott samspil. Undirlagið er örugglega á með því daprasta sem gerist í efstu deild í Evrópu og mér fannst við tækla það vel. Mér fannst það ekki stjórna okkur og ég er stoltur af mínum mönnum fyrir það,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, tjáði sig um völlinn í viðtali á Fótbolta.net eftir leik.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta," sagði Óli Stefán.
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner