Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. ágúst 2022 15:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Everton og Chelsea: Sterling og Koulibaly byrja
Sterling spilar sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Sterling spilar sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
McNeil er í byrjunarliðinu hjá Everton.
McNeil er í byrjunarliðinu hjá Everton.
Mynd: Getty Images

Síðasti leikur dagsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram klukkan 16:30 í dag en þá mætast Everton og Chelsea á Goodison Park í Liverpool borg.


Liðin voru á ólíkum stað á töflunni á síðustu leiktíð en Chelsea hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á meðan Everton var í bullandi fallbaráttu en tókst að lokum að enda fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.


Fotbolti.net spáir því að Chelsea hafni í sjötta sæti deildarinnar á þessari leiktíð en Everton í því fjórtánda.

Frank Lampard, stjóri Everton, byrjar með Dele Alli á bekknum en Demarai Gray virðist spila sem fremsti maður. Þá spila James Tarkowski og Dwight McNeil báðir sinn fyrsta leik fyrir Everton.

Dominic Calvert-Lewin verður frá í allt að sex vikur vegna meiðsla á hné.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, geymir nýjasta leikmann liðsins, Marc Cucurella á bekknum en Kalidou Koulibaly og Raheem Sterling byrja báðir.

Everton: Pickford, Tarkowski, Mina, Godfrey, Patterson, Doucoure, Iwobi, Mykolenko, McNeil, Gordon, Gray.
(Varamenn: Begovic, Holgate, Keane, Allan, Alli, Gbamin, Vinagre, Warrington, Mills.)

Chelsea: Mendy, Silva, Azpilicueta, Koulibaly, James, Kante, Jorginho, Mount, Chilwell, Sterling, Havertz.
(Varamenn: Kepa, Kovacic, Pulisic, Loftus-Cheek, Chalobah, Broja, Ziyceh, Gallagher, Cucurella.


Athugasemdir
banner
banner
banner