Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olmo verður leikmaður Barcelona - „Here we go!"
Mynd: Getty Images
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á X að Dani Olmo sé á leið til Barcelona. Hann setur 'Here we go!' stimpilinn sinn við færsluna.

Hann segir að búið sé að ná samkomulagi um kaupverð; munnlegt samkomulag sé í höfn.

Kaupverðið er 55 milljónir evra sem getur hækkað um sjö milljónir til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.

Olmo mun skrifa undir sex ára samning við Barcelona.

Hann er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Barcelona en hélt til Króatíu sextán ára gamall og var í sex ár hjá Dinamo Zagreb. Hann hélt svo til RB Leipzig árið 2020 en er nú að snú aftur í uppeldisfélagið.

Olmo var í mikilvægu hlutverki á EM í sumar þegar Spánn varð Evrópumeistari. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á köntunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner