Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 06. september 2021 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli um gamla þjálfarann - „Þessi svokallaði 'terror coach'"
Icelandair
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
U21 árs landsliðið hóf leik í undankeppni fyrir EM2023 í síðustu viku. Sigur vannst gegn Hvíta-Rússlandi ytra í fyrsta leik og á morgun á liðið leik gegn Grikklandi.

Liðið æfði í dag í Árbænum og gafst fjölmiðlum tækifæri til þess að ræða við leikmenn liðsins. Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Esbjerg, var einn þeirra.

„Það er bara geggjað, alltaf gaman að hitta strákana og góð stemning í nýjum hópi. Þetta var 'tricky' verkefni í fyrsta leik en mjög góð byrjun á erfiðum útivelli, kláruðum verkefnið vel. Það er mjög mikilvægt upp á framhaldið að byrja á sigri, sjáum hversu góður hópurinn er," sagði Ísak Óli.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. „Mjög góð innkoma, frábær leikmaður og gaman að við séum að fá annan svona ungan leikmann upp. Ég efast ekki um að þessi strákur nær langt."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

Ísak Óli var í seinni hluta viðtalsins spurður út í Esbjerg og hans stöðu þar. Peter Hyballa tók við sem þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil, leikmenn voru mjög ósáttir við hann og sögðu hann mikinn harðstjóra. Þeir sendu frá sér sláandi bréf þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði. Peter var svo rekinn 11. ágúst. og Roland Vrabec er nú þjálfari liðsins.

„Fyrstu mánuðurnir hafa verið svolítið strembnir en staðan mín er allt í lagi. Ég meiðist eftir fyrstu tvo leikina, þegar það var annar þjálfari sem var svona þessi svokallaði 'terror coach'. Svo kemur nýr þjálfari og staðan mín er svolítið skrítin en gott að koma hingað, koma sér í leikform og vonandi er staðan mín góð þegar ég kem aftur til Esbjerg."

Er andrúmsloftið mikið breytt eftir að það kom nýr þjálfari?

„Já, en það er samt mikið að vinna. Það var svolítið brotinn hópurinn eins og allir vita eftir þetta dæmi með hinn þjálfarann. Við erum ekki komnir í góðri stöðu en það er aðeins betra andrúmslofti."

Lentir þú í einhverju persónulega frá þjálfaranum?

„Nei, en auðvitað lendi ég persónulega í því að sjá liðsfélaga mína í erfiðri stöðu en ég persónulega slapp. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eitthvað svona en maður hefur talað við aðra sem hafa lent í þessu. Þetta er eitthvað sem maður getur bara lent í í fótboltanum."

Ertu bjartsýnn á framhaldið, að komast inn í liðið hjá Esbjerg?

„Já, ég er það og auðvitað þarf maður að vera það. Maður þarf að leggja hart að sér, koma sér inn í liðið. Við erum á botninum á 1. deildinni, það er ekki boðlegt fyrir Esbjerg."
Athugasemdir
banner
banner