Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 06. september 2021 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli um gamla þjálfarann - „Þessi svokallaði 'terror coach'"
Icelandair
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
U21 árs landsliðið hóf leik í undankeppni fyrir EM2023 í síðustu viku. Sigur vannst gegn Hvíta-Rússlandi ytra í fyrsta leik og á morgun á liðið leik gegn Grikklandi.

Liðið æfði í dag í Árbænum og gafst fjölmiðlum tækifæri til þess að ræða við leikmenn liðsins. Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Esbjerg, var einn þeirra.

„Það er bara geggjað, alltaf gaman að hitta strákana og góð stemning í nýjum hópi. Þetta var 'tricky' verkefni í fyrsta leik en mjög góð byrjun á erfiðum útivelli, kláruðum verkefnið vel. Það er mjög mikilvægt upp á framhaldið að byrja á sigri, sjáum hversu góður hópurinn er," sagði Ísak Óli.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. „Mjög góð innkoma, frábær leikmaður og gaman að við séum að fá annan svona ungan leikmann upp. Ég efast ekki um að þessi strákur nær langt."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

Ísak Óli var í seinni hluta viðtalsins spurður út í Esbjerg og hans stöðu þar. Peter Hyballa tók við sem þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil, leikmenn voru mjög ósáttir við hann og sögðu hann mikinn harðstjóra. Þeir sendu frá sér sláandi bréf þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði. Peter var svo rekinn 11. ágúst. og Roland Vrabec er nú þjálfari liðsins.

„Fyrstu mánuðurnir hafa verið svolítið strembnir en staðan mín er allt í lagi. Ég meiðist eftir fyrstu tvo leikina, þegar það var annar þjálfari sem var svona þessi svokallaði 'terror coach'. Svo kemur nýr þjálfari og staðan mín er svolítið skrítin en gott að koma hingað, koma sér í leikform og vonandi er staðan mín góð þegar ég kem aftur til Esbjerg."

Er andrúmsloftið mikið breytt eftir að það kom nýr þjálfari?

„Já, en það er samt mikið að vinna. Það var svolítið brotinn hópurinn eins og allir vita eftir þetta dæmi með hinn þjálfarann. Við erum ekki komnir í góðri stöðu en það er aðeins betra andrúmslofti."

Lentir þú í einhverju persónulega frá þjálfaranum?

„Nei, en auðvitað lendi ég persónulega í því að sjá liðsfélaga mína í erfiðri stöðu en ég persónulega slapp. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eitthvað svona en maður hefur talað við aðra sem hafa lent í þessu. Þetta er eitthvað sem maður getur bara lent í í fótboltanum."

Ertu bjartsýnn á framhaldið, að komast inn í liðið hjá Esbjerg?

„Já, ég er það og auðvitað þarf maður að vera það. Maður þarf að leggja hart að sér, koma sér inn í liðið. Við erum á botninum á 1. deildinni, það er ekki boðlegt fyrir Esbjerg."
Athugasemdir
banner