Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 06. nóvember 2024 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Mings skúrkurinn í óvæntu tapi Aston Villa
Tyrone Mings fékk á sig vítaspyrnu fyrir að taka boltann upp með höndum
Tyrone Mings fékk á sig vítaspyrnu fyrir að taka boltann upp með höndum
Mynd: Getty Images
Hans Vanaken fagnar sigurmarki Club Brugge
Hans Vanaken fagnar sigurmarki Club Brugge
Mynd: Getty Images
Aston Villa tapaði fyrsta leik sínum í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið laut í lægra haldi fyrir belgíska félaginu Club Brugge, 1-0, í Belgíu.

Villa var að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn, það er að segja síðan keppnin var sett á laggirnar árið 1992. Meistaradeildin hét áður Evrópukeppni meistaraliða sem Villa vann árið 1982.

Það var því mikil spenna fyrir þessu tímabili og má segja að byrjun liðsins hafi verið framar björtustu vonum en það hafði unnið alla þrjá leiki sína gegn Bologna, Bayern og Young Boys, en tapaði síðan óvænt fyrsta leik sínum í kvöld.

Eina mark leiksins gerði Hans Vanaken úr vítaspyrnu á 52. mínútu en það var heldur klaufalegt hjá Villa. Emiliano Martínez, markvörður Villa, tók stutta markspyrnu á Tyrone Mings sem tók boltann upp með höndum og ætlaði sér að stilla honum aftur upp fyrir Martínez.

Dómarinn dæmdi hiklaust vítaspyrnu á Mings fyrir að handleika boltann. Sérstakt atvik í alla staði enda virtist Mings ekki meðvitaður um að Martínez hafi tekið markspyrnuna.

Villa tókst ekki að koma til baka og virkaði einfaldlega hugmyndasnautt í sóknarleiknum. Það vantaði gæði og ákefð í liðið. Club Brugge hafði 1-0 heimasigur og var fögnuðurinn gríðarlegur þegar flautað var til leiksloka.

Enska liðið er með 9 stig úr fjórum leikjum en Brugge komið með 6 stig.

Shakhtar Donetsk vann á meðan Young Boys, 2-1. Svissneska liðið tók forystuna á 27. mínútu er Kastriot Imeri gerði fyrsta mark sitt á tímabilinu með góðu skoti við vítateigslínuna.

Heimamönnum tókst að snúa taflinu við með tveimur mörkum á tíu mínútum frá þeim Oleksandr Zubkov og Georgiy Sudakov.

Shakhtar að vinna sinn fyrsta leik í keppninni í ár og er nú með 4 stig en Young Boys án stiga.

Club Brugge 1 - 0 Aston Villa
1-0 Hans Vanaken ('52 , víti)

Shakhtar D 2 - 1 Young Boys
0-1 Kastriot Imeri ('27 )
1-1 Oleksandr Zubkov ('31 )
2-1 Georgiy Sudakov ('41 )
Athugasemdir
banner
banner