Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 06. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thierry Henry skaut létt á Arsenal
Kate Abdo, Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards.
Kate Abdo, Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, ein mesta goðsögn í sögu Arsenal, skaut létt á sitt gamla félag þegar hann fjallaði um Meistaradeildina sem sérfræðingur í gærkvöldi.

Henry starfar fyrir sjónvarpsstöðina CBS Sports og er þar í vinsælum þætti í kringum Meistaradeildina ásamt Kate Abdo, Jamie Carragher og Micah Richards.

Í þættinum í gær ákváðu þau að taka saman skoðanakönnun þar sem aðdáendur þáttarins voru spurð að því hvert þeirra væri í uppáhaldi hjá þeim.

Henry endaði í öðru sæti í báðum kosningum, en kosið var bæði á X og á Instagram.

Hann svaraði þá: „Ég er eins og Arsenal, alltaf næstbest."

Hér fyrir neðan má sjá klippuna af þessu.

[CBS Sports Golazo] Thierry Henry: “I’m just like Arsenal, 2nd best every time…”
byu/valhallaindeed insoccer

Athugasemdir
banner
banner