Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 06. desember 2024 14:55
Sölvi Haraldsson
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég gæti ekki verið betri. Að koma í heimahaga og spila með bróður mínum og öllum þessum strákum sem maður þekkir. Þetta gæti ekki verið betra.“ segir Axel Óskar Andrésson sem skrifaði undir í Mosfellsbænum í dag líkt og bróðir sinn Jökull.


Hvernig var aðdragandinn að þessu?

Hann var ekkert svo langur. Þetta var kannski verst geymda leyndarmálið síðustu mánaða. Þetta gekk vel fyrir sig. Það vöru einhver önnur lið í umræðunni bæði hér heima og erlendis frá. En þegar ég og bróðir minn tókum okkur saman og kláruðum dæmið var ekkert annað sem kom til greina.

Var einhver alvarlegur áhugi frá öðrum liðum hér heima?

Þetta var bara spjall og nokkrir fundir en ekkert eins alvarlegt og hérna í Aftureldingu.“

Hvers vegna var samningi þínum rift við KR?

Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman. Ég hugsaði mér að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginn ástæða þess að þetta var ekki lengra.“

Hvað ætlar þú þér að gera í sumar með þessu liði?

Það er bara að njóta fótboltans í botn. Það er létt að gera það með Magga hann er algjör fótbolta gúrú. Núna er maður að gera þetta með hjartanu. Maður er héðan og ég elska þennan klúbb. Spilaði hérna síðan ég var 0 ára.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner