Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 06. desember 2024 14:55
Sölvi Haraldsson
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég gæti ekki verið betri. Að koma í heimahaga og spila með bróður mínum og öllum þessum strákum sem maður þekkir. Þetta gæti ekki verið betra.“ segir Axel Óskar Andrésson sem skrifaði undir í Mosfellsbænum í dag líkt og bróðir sinn Jökull.


Hvernig var aðdragandinn að þessu?

Hann var ekkert svo langur. Þetta var kannski verst geymda leyndarmálið síðustu mánaða. Þetta gekk vel fyrir sig. Það vöru einhver önnur lið í umræðunni bæði hér heima og erlendis frá. En þegar ég og bróðir minn tókum okkur saman og kláruðum dæmið var ekkert annað sem kom til greina.

Var einhver alvarlegur áhugi frá öðrum liðum hér heima?

Þetta var bara spjall og nokkrir fundir en ekkert eins alvarlegt og hérna í Aftureldingu.“

Hvers vegna var samningi þínum rift við KR?

Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman. Ég hugsaði mér að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginn ástæða þess að þetta var ekki lengra.“

Hvað ætlar þú þér að gera í sumar með þessu liði?

Það er bara að njóta fótboltans í botn. Það er létt að gera það með Magga hann er algjör fótbolta gúrú. Núna er maður að gera þetta með hjartanu. Maður er héðan og ég elska þennan klúbb. Spilaði hérna síðan ég var 0 ára.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner