Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 06. desember 2024 14:55
Sölvi Haraldsson
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég gæti ekki verið betri. Að koma í heimahaga og spila með bróður mínum og öllum þessum strákum sem maður þekkir. Þetta gæti ekki verið betra.“ segir Axel Óskar Andrésson sem skrifaði undir í Mosfellsbænum í dag líkt og bróðir sinn Jökull.


Hvernig var aðdragandinn að þessu?

Hann var ekkert svo langur. Þetta var kannski verst geymda leyndarmálið síðustu mánaða. Þetta gekk vel fyrir sig. Það vöru einhver önnur lið í umræðunni bæði hér heima og erlendis frá. En þegar ég og bróðir minn tókum okkur saman og kláruðum dæmið var ekkert annað sem kom til greina.

Var einhver alvarlegur áhugi frá öðrum liðum hér heima?

Þetta var bara spjall og nokkrir fundir en ekkert eins alvarlegt og hérna í Aftureldingu.“

Hvers vegna var samningi þínum rift við KR?

Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman. Ég hugsaði mér að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginn ástæða þess að þetta var ekki lengra.“

Hvað ætlar þú þér að gera í sumar með þessu liði?

Það er bara að njóta fótboltans í botn. Það er létt að gera það með Magga hann er algjör fótbolta gúrú. Núna er maður að gera þetta með hjartanu. Maður er héðan og ég elska þennan klúbb. Spilaði hérna síðan ég var 0 ára.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner