Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. febrúar 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barkley mjög pirraður á skiptingunni - „Fróðlegt hvort hann spilar næsta leik"
Mynd: Getty Images
Aston Villa vann 1-0 sigur á Arsenal í gær. Ollie Watkins skoraði eina mark leiksins á 2. mínútu.

Ross Barkley var í byrjunarliði Villa en var tekinn af velli á 78. mínútu. Barkley var virkilega ósáttur með skiptinguna og sparkaði frá sér þegar hann var á leið í sætið sitt á bekknum. Barkley er að láni frá Chelsea.

Þessu tóku sjónvarpsmenn á beIN Sports og stjórinn Dean Smith eftir.

„Hann er að fá frábært tækifæri, eitthvað sem hann fær ekki frá Chelsea. Ekki fara að sparka í hluti, sérstaklega ekki þegar þjálfarinn sér þig. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar næsta leik," sagði Andy Gray.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner