sun 07. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keflavík semur við fjóra unga leikmenn
Björn Aron Björnsson.
Björn Aron Björnsson.
Mynd: Keflavík
Keflavík hefur gert samninga við fjóra unga og efnilega leikmenn sem félagið bindur vonir við fyrir framtíðina.

Af þessum fjórum leikmönnum er Björn Aron Björnsson elstur, en hann er fæddur árið 2001.

Hann gerði samning út tímabilið 2023. „Björn er ungur leikmaður sem hefur bætt sig mikið og hefur unnið sér inn sæti í meistaraflokkshópnun og er gífurlega efnilegur. Við viljum óska Birni innilega til hamingju með samninginn," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Hinir þrír leikmennirnir eru allir fæddir 2004 og eru núna yngstu leikmenn Keflavíkur á leikmannasamning.

Stefán Jón Friðriksson er miðjumaður, Valur Hákonarson er kantmaður og Axel Ingi Jóhannesson er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið i stöðu bakvarðar, varnarmanns og kantmanns.

„Þeir hafa allir fengið smjörþefinn að æfa með meistaraflokk Keflavíkur og er vænst mikið af þeim í framtíðinni," segir í tilkynningu Keflvíkinga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner