
Það er aðeins eitt íslenskt lið sem mætir til leiks í opinberum æfingaleik í dag.
Það lið er U17 ára landslið kvenna sem keppir sinn síðasta leik á æfingamóti í Portúgal.
Ísland mætir Finnlandi klukkan 17:00 í dag eftir að hafa náð í fjögur stig gegn Portúgal og Slóvakíu - án þess að fá mark á sig.
Finnska liðið er gífurlega sterkt. Eftir að hafa lagt Slóvakíu að velli 4-0 í fyrstu umferð gerðu þær finnsku sér lítið fyrir og lögðu heimastelpur frá Portúgal að velli, 0-1. Portúgal er því með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina og ekki með eitt mark skorað.
Leikurinn fer fram á Campo de Jogos Municipal Carlos Duarte og hefst hann kl. 17:00. Bein útsending verður frá leiknum á KSÍ TV.
Leikur dagsins:
17:00 Ísland U17 - Finnland U17
Athugasemdir