Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 07. mars 2021 10:00
Aksentije Milisic
Gary Lineker og félagar gerðu grín að Lacazette
Fyndin uppákoma átti sér í lok þáttar í gær þegar Gary Lineker, Dion Dublin og Ian Wright voru að fara yfir leiki gærdagsins í Match Of The Day á BBC.

Í leik Burnley og Arsenal kom upp atvik þar sem Alexandre Lacazette og leikmanni Burnley lenti saman. Lacazette öskraði af miklum krafti þegar samstuðið átti sér stað og heyrðist það öskur mjög vel heima í stofu.

Lýsarar sem voru að lýsa þessum leik héldu sumir að Lacazette væri alvarlega meiddur vegna hversu hátt Frakkinn öskraði og tók utan um hné sitt. Hann hins vegar stóð upp stuttu seinna og hélt leik áfram.

Gary Lineker, Dion Dublin og Ian Wright enduðu þáttinn í gær á því að leika eftir Lacazette. Þeir öskruðu allir samstundis og létu sig falla í stúdíóinu. Þetta hlægilega atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir