Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Öll lið í þýsku Bundesligunni byrjuð að æfa
Frá æfingu Schalke í dag. Þar er æft í átta manna hópum.
Frá æfingu Schalke í dag. Þar er æft í átta manna hópum.
Mynd: Getty Images
Öll lið í þýsku Bundesligunni hafa hafið æfingar á æfingasvæðum sínum á nýjan leik eftir hlé vegna kórónaveirunnar.

Æft er í fámennum hópum til að fara eftir reglum í Þýskalandi.

Mismunandi reglur gilda í hinum ýmsu sýslum í Þýskalandi um það hversu margir leikmenn mega æfa saman í hóp.

Hjá Schalke æfa sjö leikmenn saman og hjá Köln æfa átta leikmenn á meðan Werder Bremen má til að mynda einungis æfa í fjögurra manna hópum.

Borussia Dortmund og Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, voru fyrstu liðin sem byrjuðu að æfa en þau hófu æfingar í síðustu viku þar sem það var leyfilegt í sýslunum sem þau eru í.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner