Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. júní 2022 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Hildur gerði gæfumuninn - Katla setti þrennu í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik lagði Selfoss að velli í toppbaráttu Bestu deildar kvenna er liðin mættust í Kópavogi.


Hildur Antonsdóttir skoraði laglegt mark úr erfiðu færi á 29. mínútu og reyndist það sigurmarkið í tíðindalitlum leik.

Gestirnir frá Selfossi stóðu vel í Blikum en áttu afar erfitt með að skapa sér færi. Blikar áttu einnig í erfiðleikum með að koma sér í færi og geta Blikastúlkur verið ánægðar með að taka öll stigin.

Breiðablik er komið uppfyrir Selfoss á stöðutöflunni. Blikar eru með 15 stig eftir 8 umferðir og Selfyssingar 14. 

Sjáðu textalýsinguna

Breiðablik 1 - 0 Selfoss
1-0 Hildur Antonsdóttir ('29)

Þróttur R. sigraði þá botnbaráttulið KR á útivelli eftir að hafa verið marki undir stærstan hluta leiksins.

KR byrjaði mun betur og komst í góð færi áður en Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði á 17. mínútu. Hildur Lilja skoraði eftir vel útfærða stutta hornspyrnu heimakvenna.

KR leiddi sanngjarnt 1-0 í leikhlé en gestirnir úr Laugardalnum mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik. Katla Tryggvadóttir skoraði á 61. mínútu eftir fyrirgjöf frá Andreu Rut Bjarnadóttur og var staðan þá orðin jöfn.

Þróttur var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Þar var Katla aftur á ferðinni og fullkomnaði hún svo þrennuna skömmu síðar. 

Frábær endurkoma hjá Þrótti sem jafnar Stjörnuna í öðru sæti með 16 stig eftir 8 umferðir. KR er áfram á botninum með 3 stig.

Sjáðu textalýsinguna

KR 1 - 3 Þróttur R.
1-0 Hildur Lilja Ágústsdóttir ('17)
1-1 Katla Tryggvadóttir ('61)
1-2 Katla Tryggvadóttir ('78, víti)
1-3 Katla Tryggvadóttir ('81)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner