Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 07. ágúst 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Heiðar skaut á sláttinn á Þórsvelli - „Aldrei séð þetta á Íslandi"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra á Ísafirði, var frekar hissa þegar hann sá Þórsvöllinn fyrir leik liðsins við Þór í Lengjudeildinni í gær en hann segist aldrei hafa séð annað eins.

Þór lagði Vestra í gær, 1-0. Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði eina mark leiksins á 63. mínútu með því að keyra upp völlinn, með Nacho Heras í sér, en hann vann þá baráttu og lét vaða í stöng og inn.

Gunnar Heiðar var ekki als kosta sáttur við aðstæðurnar en hann talaði um að grasið væri tíu sentímetrar.

Aldrei áður hafi hann séð jafn hátt gras á Íslandi en hann vonast til þess að þetta verði í standi í framtíðinni.

„Ég hef aldrei séð þetta á Íslandi. Aldrei séð svona hátt gras og ég talaði við einn hérna og hann sagði að það væri síðast slegið þennan völl á fimmtudaginn og það er víst einhver golfklúbbur á Akureyri en hann gerir það ekki. Þannig maður spyr sig hvað þarf að gera meira til að hafa þetta í standi fyrir næsta leik en ég meina bæði lið voru að spila á þessum velli en mér fannst við spila mjög vel úr þessum aðstæðum sem voru og við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik," sagði Gunnar Heiðar í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Gunnar Heiðar: Held að allir séu sammála um að fótboltinn vann ekki í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner