Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Vorum ekki tilbúnir til að taka síðasta skrefið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton var kátur eftir frábæran endurkomusigur gegn Tottenham í gær.

Tottenham leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn í liði Brighton sneru stöðunni við með þremur mörkum á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik.

„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik. Þetta var ekki taktískt, við lékum ekki af nægum krafti og vorum ekki tilbúnir að taka síðasta skrefið. Í síðari hálfleik breyttum við þessu og þess vegna unnum við leikinn. Strákarnir spiluðu frábæran seinni hálfleik, þeir sýndu rétt viðbörgð og áttu skilið að sigra," sagði Hürzeler að leikslokum.

„Í leikhlénu útskýrði ég bara fyrir strákunum hvað vandamálið væri. Ég sagði að til að snúa þessu við þyrftu þeir að fara af meiri ákveðni í öll einvígi og um leið og þeir byrjuðu að gera það þá unnum við. Það var helsta breytingin á milli fyrri og seinni hálfleiks, við unnum fleiri einvígi og þess vegna unnum við leikinn.

„Við spiluðum gegn frábærum andstæðingum og lentum undir en við erum með svo mikil gæði í liðinu að við getum alltaf skorað og það er mikilvægt að leikmenn trúi því sjálfir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner