Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szczesny: Joan Garcia getur orðið sá besti í heimi
Mynd: EPA
Wojciech Szczesny, markvörður Barcelona, hefur gríðarlega mikla trú á kollega sínum, Joan Garcia.

Barcelona keypti Garcia frá Espanyol í sumar en hann tók við af Szczesny sem tók hanskana af hillunni í fyrra til að fylla skarð Marc Andre ter Stegen sem meiddist illa.

Szczesny hefur staðið á milli stangana í þremur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla Garcia.

„Ég sá hann hjá Espanyol í fyrra og ég hreifst mikið af honum. Eftir að hafa æft með honum í þrjá daga hjá Barcelona ákvað ég að ég gæti lagt mitt að mörkum til að þróa mann sem gæti orðið besti markvörður í heimi," sagði Szczesny.

„Ég er ekki að segja að það sé raunin núna, en ég sé ótrúlega möguleika þarna."
Athugasemdir
banner
banner