Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. janúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráðleggur Tottenham að ná í Danny Ings
Danny Ings hefur verið sjóðandi heitur með Southampton.
Danny Ings hefur verið sjóðandi heitur með Southampton.
Mynd: Getty Images
Darren Bent, fyrrum sóknarmaður Tottenham, hefur gefið félaginu það ráð að fara á eftir Danny Ings, sóknarmanni Southampton.

Ings hefur gert vel að komast úr erfiðum meiðslum sem hafa haft mikil áhrif á feril hans. Á þessu tímabili hefur hinn 27 ára gamli Ings skorað 13 mörk í 21 deildarleik. Hann er næst-markahæstur í deildinni ásamt Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal.

Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Bent telur að Ings sé kostur sem Spurs ætti að skoða vegna meiðsla Kane.

„Það myndi henta fullkomlega og ef Daniel Levy (stjórnarformaður Tottenham) myndi ná í Ings þá yrði það frábær kaup," sagði Bent á Talksport.

„Ef að Spurs myndi fá Ings og hann myndi skora fimm eða sex mörk áður en Harry Kane kemur til baka, þá held ég að Kane myndi ekki ganga strax inn í liðið."

Ágætis uppástunga hjá Bent, en það verður líklega hægara sagt en gert fyrir Tottenham að sannfæra Southampton að selja á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner