Fimmtudaginn 9. janúar hefst vetrarmót neðrideildarliða, Ísbjarnardeildin. Um er að ræða æfingamót fyrir lið í 4. deildinni fyrir komandi átök í Lengjubikarnum.
Það eru 12 lið skráð til leiks sem munu keppa í tveimur riðlum. Spilað verður einföld umferð og sigurliðin í riðlunum munu svo keppa til úrslita.
Styrktaraðilar mótsins eru Almar bakarí, Byko, Nýbygging og viðhald, Sumac og grill.
Liðin sem taka þátt: Álafoss, Árborg, Björninn, Hamar, ÍBU, Ísbjörninn, FC Kúreki, KM, Léttir, Mídas, Skandinavia, Úlfarnir.
Athugasemdir