Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 08. janúar 2021 21:52
Aksentije Milisic
Spánn: Villareal valtaði yfir Celta á fyrsta hálftímanum
Celta 0 - 4 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('5 )
0-2 Moi Gomez ('14 )
0-3 Dani Parejo ('19 )
0-4 Fer Nino ('31

Einn leikur fór fram í La Liga deildinni á Spáni í kvöld en þar mættust Celta Vigo og Villareal.

Villareal í baráttunni í topp fjórum á meðan Celta er um miðja deild og það voru gestirnir sem byrjuðu miklu betur í kvöld og kláruðu leikinn á fyrstu 31. mínútunni.

Gerard Moreno braut ísinn strax á fimmtu mínútu og það voru svo þeir Moi Gomez og Dani Parejo sem skoruðu á fimm mínútna kafla, á 14 og 19. mínútu.

Vont versnaði fyrir Celta og Fer Nino kom stöðunni í 4-0 eftir um hálftímaleik og því leik hreinlega lokið snemma í kvöld.

Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og sanngjarn sigur Gulu kafbátanna staðreynd en þeir eru að eiga gott tímabil undir stjórn Unai Emery.
Athugasemdir
banner
banner