Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal ætlar að kaupa vinstri bakvörð í sumar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá nýjan vinstri bakvörð í félagsins í sumar til að veita Kieran Tierney samkeppni.

Sead Kolasinac var lánaður til Schalke í janúar og í síðustu leikjum hefur hinn réttfætti Cedric Soares spilað í vinstri bakverði þar sem Tierney hefur verið meiddur.

Ryan Bertrand hjá Southampton og Patrick van Aanholt hjá Crystal Palace voru orðaðir við Arsenal í janúar en ekkert varð af þeim félagaskiptum.

The Athletic segir að Arsenal ætli að fá nýjan vinstri bakvörð í sumar og að markmiðið sé að finna ungan og efnilegan leikmann fyrir framtíðina.
Athugasemdir
banner
banner