Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Parker mun fá sparkið - Búið að ákveða hver tekur við af honum
Scott Parker.
Scott Parker.
Mynd: Getty Images
Dagar Scott Parker hjá Club Brugge eru taldir. Belgíski fjölmiðillinn Nieuwsblad greindi frá þessu í gærkvöldi eftir tapleik liðsins gegn Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Í grein miðilsins segir að ráðningin hafi verið mistök frá upphafi til enda. Parker hafi lítið gert rétt í starfinu og það sé augljóst að hann sé ekki að fara að ná neinum árangri með liðið.

Búið er að ákveða hver mun taka við; það verður Alfred Schreuder, sem var rekinn frá Ajax fyrr á tímabilinu. Schreuder stýrði Club Brugge í fyrra áður en hann var ráðinn til Ajax.

Potter viðurkenndi sjálfur í gær að hann óttaðist um starf sitt. „Ég er ekki viss hvort ég verði ennþá hérna um næstu helgi."

Club Brugge hefur aðeins tekist að vinna tvo af tólf leikjum undir stjórn Parker sem hefur einnig stýrt Fulham og Bournemouth á sínum stjóraferli. Sem leikmaður átti hann flottan feril og tókst að spila 18 sinnum með enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner