Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 08. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadia Nadim.
Nadia Nadim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla María Þórðardóttir.
Katla María Þórðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Þór Hákonardóttir.
Hildur Þór Hákonardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er uppalin á Egilsstöðum en steig sín fyrstu skref með meistaraflokki á Húsavík með Völsungi. Hún hefur undanfarin tvö sumur leikið með Breiðabliki.

Áslaug á að baki tvo A-landsliðleiki en hún sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Gælunafn: Mundi, Mundo (Múndó), Slauga. Vinur minn kallaði mig einu sinni Sundlaug í smá tíma, mér fannst það ekki alveg jafn fyndið og honum.

Aldur: 18 að verða 19

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í mars 2016 með Völsung

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Naustið á Húsavík

Hvernig bíl áttu: Er með afnot af Toyota RAV

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Stjórnin

Fyndnasti Íslendingurinn: Á eftir Sveppa Krull kemur Hildur Antons með sínar skemmtilegu staðreyndir.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, bláber og hindber ásamt smá klípu af pipardufti.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Staðan - lengri frestur á skilaverkefni" frá MK

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjarðabyggð einu og sér

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nadia Nadim

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Halldórs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hlín Eiríks er óþolandi góð og lúmskur tuddi

Sætasti sigurinn: 3-2 sigurinn á móti Sparta Prag á heimavelli

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki sigrað deildina í fyrra

Uppáhalds lið í enska:

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Barbáru Sól

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Völsungurinn Guðrún Þóra Geirsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alfreð Finnboga

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhanns

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hildur Þóra Hákonardóttir (saklaus en samt ekki)

Uppáhalds staður á Íslandi: Öxarfjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk ljósin

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Frjálsum íþróttum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Myndmennt

Vandræðalegasta augnablik: Við Katla María áttuðum okkur á því eftir tæpa tveggja klukkutíma rútuferð á leiðinni í leik með U19 í Hollandi í fyrra, að við höfðum gleymt keppnisbúningnum okkar á hótelinu. Ég er nokkuð viss um að Doddi þjálfari hafi ekki verið mjög ánægður með okkur þarna. Ég kenni samt Huldu Björgu herbergisfélaganum mínum um að hafa ekki minnt mig á að taka búninginn með.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hildi Þóru vélmennaheila, Heiðdísi Lillýar stuðbolta og svo eru Alex og Karó límdar saman þannig þær koma báðar með.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Engin sturluð staðreynd en mér finnst sólkjarnarúgbrauð með kæfu og rauðrófum virkilega gott enda fædd í Danmörku.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Rakel Hönnu er algjört hörkutól og á sama tíma yndisleg manneskja. Svo getur hún líka leyst markvarðarstöðuna svona glimrandi vel!

Hverju laugstu síðast: Ég sagði lygina ekki sjálf en ég hlustaði á vinkonu mína ljúga að afgreiðslukonunni að við værum 17 ára svo við fengum frítt í sund. Á meðan stóð ég fyrir aftan hana með dúndrandi samviskubit.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna, borða, læra, æfa heima/fara út að hlaupa og njóta þess að eyða tíma með fjölskyldunni á Egilsstöðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner