Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
   lau 06. apríl 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Okkar Gabriel og Saliba á móti Haaland
,,Þú verður að njóta sársaukans"
Arnar ræðir við Pétur dómara í leiknum. - 'Vonandi verður dómgæslan svona í sumar'
Arnar ræðir við Pétur dómara í leiknum. - 'Vonandi verður dómgæslan svona í sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líkti Emil við Haaland.
Líkti Emil við Haaland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hart tekist á.
Hart tekist á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar kom Víkingi yfir.
Gunnar Vatnhamar kom Víkingi yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær byrjun, sama byrjun og í fyrra á móti nákvæmlega sama lið. Mér fannst við vera þroskaðir og agaðir. Við gerðum flesta hluti rétt, vorum tilbúnir að taka sénsa, gerðum breytingar og breyttum verulega mikið í fyrri hálfleik. Markið kom full seint fyrir minn smekk en það gaf tóninn. Við vissum að seinni hálfleikur yrði mjög erfiður á móti sterkum vindi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur á Stjörnunni í fyrsta leik Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

„Það er komin mikil þekking í liðið, ég segi við strákana að vera bara góðir í öllu. Það koma kaflar þar sem þú þarft að 'suffera' mjög mikið og svo koma kaflar þar sem þú ert með yfirhöndina. Sjáðu til þess að þú nýtir þá kafla, skorir þegar þú ert með yfirhöndina og svo gera allt sem í þínu valdi stendur til að fá ekki á þig mark þegar þú ert að 'suffera'. Þetta gerist í öllum leikjum, alltaf allavega eitt augnablik í hverjum einasta leik. Því betri sem andstæðingurinn er því lengri eru kaflarnir þar sem þú þarft að 'suffera' og við gerðum það mjög vel."

Það var einmitt kafli fyrir annað markið hjá Víkingi þar sem Stjarnan var ofan á í leiknum.

„Þú verður að njóta sársaukans sem fylgir því að vera í vörn, elska að spila vörn. Mér fannst það hundleiðinlegt sem leikmaður - var ekkert mjög góður í því. Til að vitna í gamla kallinn (Sir Alex) Ferguson, mörk vinna leiki en varnir vinna titla."

Með X-faktor og á eftir að gera frábæra hluti í sumar
Valdimar Þór Ingimundarson sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp annað mark Víkings fyrir Helga.

„Þetta er ótrúlegt, við sögðum þegar við fengum hann að hann væri að koma með einhvern X-faktor sem við höfum ekki haft í okkar liði hvað þetta varðar. Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær fyrir okkur. Hann var frábær á móti Val. Eftir að hann lærði inn á kerfið þá erum við búnir að sleppa beislinu af honum og hann á eftir að gera frábæra hluti fyrir okkur í sumar."

Eins og að horfa á varnarmenn Arsenal glíma við framherja City
Hvernig var að sjá glímuna á milli miðvarðanna og Emils Atlasonar?

„Það var mjög gaman. Þetta er okkar útgáfa af Saliba og Gabriel á móti Haaland, ekkert flóknara en það og við töluðum um það fyrir leikinn. Emil er náttúrulega hrikalega öflugur og sterkur leikmaður og gustar mikið af honum. Mér fannst dómarinn líka hafa gott vald á leiknum, það var gott flæði, sleppti sumu og dæmdi sumt. Vonandi verður dómgæslan svona í sumar."

„Við reyndum að fá Emil og reyndum að fá Gylfa"
Víkingur reyndi að fá markakónginn frá því í fyrra, Emil, í vetur.

„Við reyndum að fá Emil og reyndum að fá Gylfa, það vildi enginn koma," sagði Arnar og hló. „Emil mun eiga flott sumar og Stjarnan mun eiga flott sumar. Þeir eru svona (sýndi með fingrunum) nálægt því að fara úr góðu liði í virkilega gott lið. Það er oftast erfiðasta hindrunin. Það er kunnátta sem kemur með fleiri leikjum og reynslu."

Arnar var einnig sérstaklega spurður út í Gunnar Vatnhamar, Karl Friðleif Gunnarsson og Helga Guðjónsson í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Vill ekki að partíið endi
En hvað gerir þessi sigur fyrir Víkinga?

„Þetta er yfirlýsing um að menn séu hungraðir. Ég er búinn að tala mikið um að við viljum ekki að partíið sé á enda. Þetta er búinn að vera frábær tími öll mín ár hjá Víkingi, sérstaklega síðustu þrjú ár. Ég vil persónulega ekki að þetta endi. Ég er búinn að kasta þeirri spurningu að leikmönnum og stuðningsmönnum hvort þeir vilji það nokkuð heldur. Svarið til þessa er nei, við teljum að þetta sé bara rétt að byrja og það sé mikil partíhöld framundan næstu árin."

„Það er rosa mikill meðbyr í félaginu, héldum stuðningsmannakvöld í fyrrakvöld þar sem við skoruðum á þá að styðja okkur vel, láta vel í sér heyra. Við megum ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Það er fullt af sterkum klúbbum sem sofnuðu aðeins á verðinu og eru að súpa aðeins seyðið núna og eru að reyna vinna sig upp. Þetta mun ekki vara að eilífu, en við getum látið þetta ganga helvíti vel ef allir eru samstilltir,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner